Print

1. Réttindi og forréttindi

Í barnasáttmálanum er sagt frá réttindum allra barna. Öll börn í heiminum eiga rétt á því að vera vernduð. Öll börn í heiminum eiga rétt á umhyggju. Þau eiga rétt á því að vera í skóla og að leika sér og öll börn eiga líka rétt á að segja það sem þeim finnst.

Sum börn njóta forréttinda. Það þýðir að þau fá að gera eitthvað eða eiga eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt, en er þeim ekki nauðsynlegt til að líða vel, vera heilbrigð og þroskast.

Til dæmis eiga öll börn rétt á frítíma, en það eru forréttindi að geta ferðast til útlanda í frítíma sínum.

Reyndu að sjá muninn á réttindum og forréttindum. Settu réttindin í græna pokann og forréttindin í bláa pokann.

Réttindi forréttindi