Ég þarf aðstoð
Ef þú þarft aðstoð strax getur þú hringt í Neyðarlínuna í s. 112
Þú getur líka haft samband við Neyðarlínuna í gegnum netið www.112.is. Þar getur þú fengið aðstoð á netspjalli.
Myndir eða myndskeið á netinu
Ef þú verður fyrir því að mynd af þér er sett á netið sem þú vilt ekki að sé þar, t.d. nektarmynd, getur þú farið inn á Ábendingalínu Barnaheilla .
Þar er hægt að fá hjálp við að láta fjarlægja myndefni eða annað á netinu sem varðar ofbeldi og fleira ólöglegt sem tengist börnum.
Svo er líka hægt að leita til:
Hjálparsíma Rauða krossins í s: 1717 eða netspjalls Hjálparsímans í www.1717.is
Þar getur þú fengið að spjalla um hvað sem er, eins og ef þér líður illa, ef þú átt í erfiðleikum, ef þú ert einmana eða verður fyrir ofbeldi. Þar er líka hægt að fá ráðgjöf, áheyrn, stuðning og gagnlegar upplýsingar sem geta hjálpað þér.
Barnaheill í s. 5535900 eða í netfangið radgjöf@barnaheill.is. Vefsíðan er www.barnaheill.is.
Þú getur haft samand við umboðsmann barna í s. 8005999 (kostar ekkert) eða sent póst í netfangið ub@barn.is. Einnig er hægt að senda spurningar í gegnum vefsíðuna www.barn.is.