Lýsing: Eins og öll önnur börn gerir þú stundum mistök. Það er eðlilegt því þú ert að læra inn á lífið, allar þær reglur sem eru í gildi og svo getur þú líka bara gleymt þér. Stundum eru börn skömmuð ef þau gera eitthvað rangt eða ef þau hlýða ekki. Það finnst engum gaman að láta skamma sig því við erum jú yfirleitt alltaf að reyna að gera okkar besta. Í sumum löndum eru börn flengd og þau jafnvel slegin ef þau hlýða ekki. Stundum eru þau lamin ef þau gera ekki það sem þeim er sagt.
Í Barnasáttmálanum stendur að það eigi að vernda börn gegn ofbeldi. Það þýðir að enginn má meiða þig, hvort sem þú óhlýðnaðist, gerðir einhver mistök eða út af einhverju öðru. Þú átt rétt á vernd.
Ef þú gerir eitthvað sem þú máttir ekki gera eða gerðir ekki eitthvað sem þér var sagt að þú ættir að gera, hvernig heldur þú að þeir sem eru í kringum þig myndu bregðast við?
- Hvað myndu foreldrar þínir gera?
- Hvað myndu vinir þínir gera?
- Hvað myndu kennarar þínir gera?
- Hvað myndu aðrir í fjölskyldu þinni gera?
- Hvað myndi einhver ókunnugur gera?
- Hvað myndu aðrir gera?
- Og hvað finnst þér að eigi að gera?
Texti sem vísar í greinar Barnasáttmálans: Þeir sem annast uppeldi eiga að meta og taka tillit til þess sem er barninu fyrir bestu og eiga stjórnvöld að hjálpa og leiðbeina þeim