18. Tómstundir – eru allir með?

Skoðaðu Eyðublað 12 og svaraðu þar nokkrum spurningum. Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.

Tilbrigði:
Fylltu út hringina í verkefni 3.2. og leggðu áherslu á tímabilið frá því að skóla er lokið og þar til þú ferð að sofa á kvöldin. 

Texti sem vísar í Barnasáttmálann:
Börn eiga rétt á hvíld, tómstundum, leikjum og skemmtunum sem hæfa aldri þeirra og til frjálsrar þátttöku í menningarlífi og listum. 

Nánari upplýsingar
Hvað gerir þú eftir skóla? Ferðu á íþróttaæfingu, á skátafund eða æfir á hljóðfæri? Ferðu kannski í félagsmiðstöð, leikur við vini þína eða gerir eitthvað allt annað? Það er misjafnt hvaða áhugamál við höfum og það er líka misjafnt hvernig við verjum tómstundum okkar.  

Greinar Barnasáttmálans: