Skrifaðu niður nöfn allra bekkjarfélaga þinna. Hvað merkja nöfnin þeirra? Hversu vel finnst þér nöfnin passa við persónuleika þeirra?
Nánari upplýsingar: Það gerir okkur auðveldara fyrir að aðgreina við hvern er átt við þegar við tölum við og um hvert annað og hugsum um hvert annað. Nöfn eru misjöfn eins og þú veist og sumir eru nefndir í höfuðið á einhverjum ættingja eða vini. Stundum hafa nöfnin einhverja sérstaka merkingu sem foreldrum finnast einkenna barnið og stundum eru nöfn valin eins og sagt er „út í loftið“.
Efniviður: Bækur um merkingu nafna, t.d. Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran, vefsíður t.d. https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%8Dslenskt_mannanafn
Tilbrigði: Búðu til ný nöfn sem þér finnst vera lýsandi á jákvæðan hátt fyrir einhverja sem þú þekkir.
Texti sem vísar í Barnasáttmálann: Börn skal skrá við fæðingu. Þá eiga þau einnig rétt á nafni og ríkisfangi og að þekkja og njóta umönnunar foreldra sinna eftir því sem unnt er.
Grein Barnasáttmálans: