Lýsing: Það er mjög líklegt að þú hafir heyrt einhver ævintýri. Hvað er uppáhaldsævintýrið þitt?
Veldu nú ævintýri sem þú hefur lesið eða heyrt um. Skoðaðu svo Barnasáttmálann og athugaðu hvort eitthvað komi fram í ævintýrinu þar sem er ekki verið að fara eftir Barnasáttmálanum.
- Er t.d. vel hugsað um börnin í ævintýrinu?
- Er fjölskyldan góð við börnin og passar þau vel?
- Er einhver í ævintýrinu sem er vondur við börn?
- Hvernig er brugðist við ef börnin lenda í vandræðum?
Efniviður: Ævintýri að eigin vali, Barnasáttmálinn, blað og skriffæri
Texti sem vísar í greinar Barnasáttmálans: Börn eiga rétt á því að sækja upplýsingar af netinu, úr sjónvarpi, útvarpi, tímaritum, bókum og öðrum miðlum.