Barnasáttmálinn hefur að geyma fjórar grundvallarreglur.
- 2.gr. Jafnræðisregla
- 3. gr. Það sem barni er fyrir bestu
- 6. gr. Réttur til lífs, afkomu og þroska
- 12. gr. Réttur barns til að láta í ljós skoðanir sínar og skyldan til þess að taka réttmætt tillit til þeirra.
Túlka ber önnur ákvæði Barnasáttmálans með hliðsjón af þessum grundvallarreglum.
Lýsing á verkefni: Hópavinna:
Hver hópur velur eina grundvallarreglu Barnasáttmálans sem þau vilja miðla til yngri nemenda skólans. Þau skipuleggja stutta kynningu þar sem þau segja frá greininni á einfaldan máta og segja stuttar dæmisögur til að auka skilning yngri krakka.
Valkvætt hvernig nemendur kynna efnið: glærukynning, veggspjald eða á talmáli.