Hér getur þú annað hvort lesið Barnasáttmálann sem er að finna á þessari vefsíðu á barnvænu máli eða beðið einhvern um að lesa eina og eina grein fyrir þig. Þá er líka gott að ræða um hvað greinar Barnasáttmálans þýða, við vini þína eða fjölskyldu. Teiknaðu svo mynd eða myndir af því sem kemur fram í Barnasáttmálanum.
Efniviður: Blað, málning, blýantar, trélitir, tússlitir og annað sem þarf í myndsköpun
Texti sem vísar í greinar Barnasáttmálans: Stjórnvöld skulu fræða börn og fullorðna um Barnasáttmálann reglulega svo allir þekki réttindi barna.