Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.
Skoðaðu eyðublaðið og leystu verkefnin sem eru þar. Smelltu á blaðið hér til hliðar til að stækka það, þú getur líka prentað það út.
Efniviður: Eyðublað 9. Alfræðibækur og vefsíður sem fjalla um mismunandi menningu, tungumál og náttúruna í allri sinni fjölbreyttu mynd.
Tilbrigði: Búa til landslag úr verðlausum efnivið, t.d. mjólkurfernum, skyrdósum, klósettpappírsrúllum og fleiru sem tilfellur.
Nánari upplýsingar: Við búum í mismunandi umhverfi. Ef þú lítur út um gluggann þá sérðu ef til vill allt annað en jafnaldrar þínir annars staðar í heiminum. Ef til vill sérðu fjöll, sjóinn, hraun eða gras, mosa, malbik eða annað. Eða jafnvel allt þetta? Það sem við sjáum jafnvel daglega og finnst vera eðlilegur hluti af okkar umhverfi er ef til vill framandi fyrir börn sem sjá daglega allt öðru vísi umhverfi, jafnvel sandlegnar strandir, háhýsi, pálmatré, úlfalda eða jafnvel frumskóg.
Það umhverfi sem við erum í hefur áhrif á hvernig við mótumst sem manneskjur. Og þá ekki eingöngu vegna þess landslags sem er í kringum okkur heldur líka vegna tungumálsins sem talað er, hvaða siðir og venjur við þekkjum, hvernig við erum alin upp og hvaða reglur og viðmið eru notuð. Þessir þættir eru hluti af þeirri menningu sem við þekkjum. Menningin getur verið mismunandi á milli fjölskyldna þó þær búi jafnvel hlið við hlið. Menningin getur líka verið ólík milli landshluta, landa og heimsálfa. Sumum finnst erfitt að fara inn í nýtt umhverfi með öðruvísi menningu en þeir eru vanir. Það getur tekið tíma að aðlagast þeirri menningu sem er ríkjandi og margir halda áfram í þá siði og venjur sem þeir eru vanir. Öll menning sem byggir á kærleika, umburðarlyndi og umhyggju á rétt á sér og til að allir geti búið saman í fjölmenningarlegu samfélagi er mikilvægt að hafa skilning á ólíkri menningu, mismunandi siðum og bera virðingu fyrir því.
Texti sem vísar í Barnasáttmálann:
Stuðla ber að virðingu fyrir... ...mismunandi menningarlegri arfleifð, tungu og gildismati, öðru fólki og náttúrulegu umhverfi mannsins.
Greinar Barnasáttmálans:
Grunnþættir menntunar:
Sjálfbærni og sköpun