Málaðu lófa þinn með þekjulit og stimplaðu lófafar á blað. Biddu vini þína að gera það líka á sama blaðið og safnaðu handarförum. Svo getur þú spurt aðra vini þína/bekkjarfélaga hver eigi á hvaða handarfar.
Efniviður: Stórt blað eða maskínupappír. Þekjumálning
Tilbrigði: Enn fremur hægt að teikna útlínur handar á blað og biðja vini þína um að gera það líka. Einnig hægt að gera með því að stimpla eða teikna eftir fótum.
Texti sem vísar í greinar Barnasáttmálans: Börn eiga rétt á sínum eigin auðkennum
