Lýsing: Skrifaðu niður nöfnin á öllum sem eru í bekknum þínum. Þið eruð örugglega mjög ólík og þú leikur líklega mismikið við bekkjarfélaga þína. Þér finnst þú kannski eiga meira sameiginlegt með sumum en öðrum. En hvernig er það, eiga allir í bekknum þínum vin?
Teiknaðu nú nokkra hringi á blað og skrifaðu í hringina nöfn á börnum sem leika sér mikið saman. Skrifarðu t.d. nafnið þitt og þeirra sem þú leikur þér mest með í einn hring og í næsta hring einhverja 2-4 sem leika sér mikið saman. Þegar þú ert búin/n að því skoðaðu þá:
- Er einhver í bekknum sem er einn í hring og leikur ekki mikið við neinn í bekknum?
- Ef svo er, af hverju heldur þú að þessi bekkjarfélagi þinn sé oft einn?
- Hvernig heldur þú að það sé að hafa engan að leika sér við í bekknum?
- Hvað geta hinir bekkjarfélagarnir gert svo sá sem er einn hafi einhvern að leika sér við í bekknum?
Efniviður: Blað, skriffæri
Texti sem vísar í greinar Barnasáttmálans: Börn eiga rétt á því að stofna sín eigin félög og hópa og þau mega hitta vini og félaga, svo lengi sem það brýtur ekki gegn réttindum annarra.